Leituðu til Hollands þar sem ekki þekktist til þeirra

Vörumerki Icesave innlánsreikninga Landsbankans sáluga.
Vörumerki Icesave innlánsreikninga Landsbankans sáluga.

„Okkur grunar að bresk yfirvöld hafi beitt töluverðum þrýstingi til að takmarka vöxt Icesave í Bretlandi. Það kann að hafa hvatt Landsbankann enn frekar til að ná sér í fjármagn á öðrum svæðum þar sem staða þeirra var ekki eins þekkt, sérstaklega í Hollandi, þar sem bankinn aflaði að lokum 1,7 milljarða evra með 125.000 innistæðueigendum,“ segir í skýrslu Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega, hagfræðiprófessora, um bankahrunið á Íslandi. Kreppan nefnist „Hagkerfi bíður skipbrot“ og var birt í dag. Þeir segja ljóst að þessar aðgerðir voru studdar af íslenskum eftirlitsaðilum og sá stuðningur hafi jafnvel komið fram í markaðssetningu Icesave í Hollandi.

„Áhyggjur breskra yfirvalda af stöðu Landsbankans jukust mikið sumarið 2008 og þau reyndu að leysa vandann. Skynsamleg lausn hefði verið að skipta bankanum í tvennt; í góðan og slæman banka. Góði hlutinn hefði haldið eftir góðu eignunum og innistæður þannig verið tryggðar, bæði á Íslandi og erlendis. Ef ráðist hefði verið í þessa framkvæmd sumarið 2008 hefði endanleg niðurstaða verið Íslandi mun hagfelldari,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK