Kaupmáttur launa hefur minnkað mjög mikið

Kaupmáttur launa í janúar minnkaði að jafnaði um 9,4% síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Hefur kaupmátturinn ekki minnkað jafnmikið að minnsta kosti í tvo áratugi.

Samanburðarhæfar mælingar á tólf mánaða breytingum á vísitölu kaupmáttar liggja ekki fyrir lengra aftur í tímann en til janúar 1990, þar sem samsetningu launavísitölunnar var breytt í janúar 1989.

Í janúar í fyrra hafði vísitala kaupmáttar launa undanfarna tólf mánuði aukist um 0,6%. Í febrúar byrjaði vísitala kaupmáttarins svo að dragast saman, þá um 0,2%. Vísitalan hélt áfram að dragast saman í þeim mánuðum sem á eftir komu og náði mestri lækkun í janúar síðastliðnum.

Launavísitala Hagstofunnar mældist 355,7 stig í janúar og hækkaði um 0,6%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,5%.

Vísitala kaupmáttar launa sýnir breytingu launavísitölunnar umfram breytingu á vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar á neysluverðsvísitölunni, frá því í lok janúar síðastliðins, hafði hún hækkað um 18,6% á tólf mánaða tímabili fram til janúar 2009. Þess vegna dróst kaupmáttur launa saman á tímabilinu.

Í hnotskurn
» Launavísitalan hækkaði um 7,5% síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.
» Verðbólgan í janúarmánuði mældist 18,6%, samkvæmt mælingu á vísitölu neysluverðs.
» Vísitala kaupmáttar launa í janúar síðastliðna tólf mánuði lækkaði um 9,4%.
» Þróun vísitölu kaupmáttar launa að undanförnu sýnir að gríðarleg breyting hefur orðið á kjörum alls þorra launafólks til hins verra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK