Raunávöxtun LSR var neikvæð um 25,3% í fyrra

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, var neikvæð upp á 25,3% á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri sjóðsins. Þá var raunávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, LH, neikvæð um 26,7% á sama tímabili.

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm ára var því 0,5%, en hjá LH var hún neikvæð um 0,1%. Eins og áður hefur komið fram er miðað við að raunávöxtun lífeyrissjóða verði að vera um 3,5% á ári eigi þeir að standa undir skuldbindingum sínum.

Í uppgjörinu kemur fram að afskriftir sjóðanna tveggja á árinu nemi samtals 23,4 milljörðum króna og við þær bætast varúðarfærsla vegna framvirkra gjaldeyrissamninga upp á 18,2 milljarða króna. Vegna þess að skuldajafnað verður milli gjaldeyrissamninganna og skuldabréfa frá bönkunum tengjast þessar tvær tölur mjög náið. Ekki fengust upplýsingar um hlutfall afskrifta, en ef miðað er við eign sjóðsins í skuldabréfum lánastofnana og fyrirtækja í ársbyrjun 2008 nema afskriftirnar um 70%.

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að mjög gaumgæfilega hafi verið farið yfir afskriftarþörf vegna fjárfestinga í skuldabréfum fjármálastofnana og fyrirtækja. „Starfsmenn okkar gerðu það í samstarfi við ríkisendurskoðun. Afskriftarþörfin var metin eftir bestu getu og ekkert gert til að reyna að fegra tölurnar að þessu leyti.“ Segir hann að SPRON og Straumur hafi fallið eftir áramót og því hefði tæknilega ekki þurft að færa afskriftir þeirra vegna í ársreikning fyrir árið 2008. „Við ákváðum hins vegar að færa afskriftir vegna fjárfestinga í bréfum þessara fyrirtækja í reikninginn.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK