Voru sammála um að lækka vexti um 1 prósentu

Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um það á fundi um miðjan mars, að lækka stýrivexti bankans um 1 prósentu, úr 18% í 17%, þann 19. mars. Næsti vaxtaávörðunardagur bankans verður 8. apríl. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndarinnar, sem birt var í kvöld.

Í fundargerðinni kemur fram, að nefndin var sammála um að hagvísar bentu til þess að skilyrði hefðu skapast til þess að draga úr peningalegu aðhaldi. Sveigjanleiki íslenska þjóðarbúskaparins hefði haft í för með sér hraða aðlögun eftirspurnar, raunlauna og vöruskiptajafnaðar.

Nefndin ræddi á fundum sínum 17. og 18. mars um mikilvægi gengisstöðugleika með tilliti til efnahagsreikninga banka og fyrirtækja á meðan unnið sé að endurskipulagningu skulda. Vegna óvarinnar stöðu í erlendum gjaldeyri myndi veruleg gengislækkun tefla efnahag heimila og fyrirtækja í tvísýnu, en veruleg gengishækkun á hinn bóginn veikja eiginfjárgrundvöll nýju viðskiptabankanna sem eru með meiri eignir en skuldir í erlendum gjaldmiðlum.

Peningastefnunefndin var sammála um að hægfara skref í vaxtalækkun væru réttlætanleg vegna þeirrar óvissu sem ríkti um samspil vaxta og gengis og viðkvæms efnahags fyrirtækja, heimila og banka. Einnig var bent á að óvenju mikil óvissa ríkti um horfurnar. Þess vegna ákvað nefndin að halda viðbótar vaxtaákvörðunarfund 8. apríl. Á þeim fundi væri hægt að meta áhrif ákvörðunarinnar, sem tekin var 19. mars auk þess sem nýjar verðbólgutölur lægju þá fyrir.

Fundargerð peningastefnunefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK