Fjórfalt fleiri í vanda

Haraldur Guðjónsson

Róðurinn hjá fyrirtækjum hér á landi hefur þyngst mjög að undanförnu, ef miðað er við upplýsingar frá Creditinfo um greiðsluhegðun fyrirtækjanna og upplýsingar þeim tengdar.

Samkvæmt mælingum Creditinfo er fjöldi fyrirtækja sem teljast í mestri áhættu nú um fjórfalt meiri en fyrir bankahrunið. Þá voru 2.612 fyrirtæki í þremur mestu áhættuflokkum Creditinfo en í dag telst fjöldinn vera 10.242.

Greiðsluþrot er mest í byggingarstarfsemi. 

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að fyrirtækið geti fylgst náið með því hvernig árar hjá fyrirtækjum í landinu, hvort sem er einstökum atvinnugreinum eða fyrirtækjunum í heild. „Síðustu vikur hafa gögn Creditinfo sýnt áþreifanlega að róðurinn er að þyngjast hjá fjölmörgum fyrirtækjum í rekstri,“ segir Rakel. „Þetta mælir Creditinfo með því að skoða hvaða fyrirtæki eru að færast hratt niður á milli áhættuflokka og í hvaða atvinnugreinum þessi fyrirtæki starfa. Í dag teljast 10.242 fyrirtæki í þremur mestu áhættuflokkunum en til samanburðar við stöðuna fyrir bankahrun voru þau 2.612 talsins.“ Rakel segir að snarpur samdráttur í sölu og þjónustu sé líklegasta skýring þess hve hratt fyrirtækjum í verslun og þjónustu sé nú að fjölga í þessum mestu áhættuflokkum, þ.e. rekstur þeirra teljist nú áhættumeiri en áður. Þá þurfi jafnframt að huga að fyrirtækjum í rekstri gisti- og veitingastaða en tæplega 60% þeirra mælist nú í mestu áhættuflokkunum. Segir hún að Creditinfo telji einnig rétt að huga að aðilum í landbúnaði og fiskveiðum en ríflega 34% þessara fyrirtækja mælast nú í neðstu þrepum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK