Hiti á aðalfundi Byrs

Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs.
Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs. mbl.is/Kristinn

Töluverður hiti er í fundargestum á aðalfundi Byrs og hafa stjórn og stjórnendur verið innt svara um stjórnun sjóðsins á síðasta ári. Hafa fundarmenn áhyggjur af stöðu lána, sem stofnfjáreigendur tóku þegar stofnfé var aukið um þarsíðustu áramót. Hafa þessi lán hækkað mikið með falli á gengi krónunnar. Fram kom í máli Jóns Kr. Sólnes, stjórnarmanns, að unnið væri að úrlausn mála í samstarfi við Glitni, sem fjármagnaði áðurnefnd kaup.

Ítrekað hefur sú krafa komið fram að upplýst verði um hverjir hafi verið stærstu skuldarar Byrs, en talsmenn stjórnarinnar hafa borið við bankaleynd við dræmar undirtektir fundargesta.

Atkvæðavægi ríkisins meira

Þá hafa fundarmenn lýst áhyggjum af því hvernig fara muni með atkvæðavægi hugsanlegs eignarhlutar ríkisins, komi ríkið Byr til aðstoðar með aukningu stofnfjár. Jón Auðunn Jónsson benti á að í neyðarlögum væri ákvæði sem fæli það í sér að ríkið færi með atkvæði á stofnfjáreigendafundum í samræmi við eignarhlut, jafnvel þótt sá eignarhlutur fari yfir 5%.

Samkvæmt almennum reglum um sparisjóði atkvæðavægi einstakra stofnfjáreigenda takmarkað við 5%, þótt raunverulegur eignarhlutur fari yfir það mark. Segir Jón Kristjánsson, stjórnarformaður, að m.a. vegna þessa eigi frekar að reyna að rétta við rekstur Byrs í samráði við kröfuhafa hans en að fá ríkið í hóp eigenda.

Stjórn og stjórnendur hafa einnig verið inntir svara um lán til Exeter Holding til kaupa á stofnfé í Byr, en þeirri spurningu var ekki svarað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK