Enn dregst einkaneysla saman

Kreditkortavelta dróst saman um 27% í apríl frá sama mánuði …
Kreditkortavelta dróst saman um 27% í apríl frá sama mánuði í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Lítið lát virðist á samdrætti í neyslu íslenskra heimila enda hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra minnkað mikið undanfarið á sama tíma og atvinnuhorfur eru bágar og væntingar um efnahagsástand næsta kastið litlar. Er þetta meðal þess sem greiningardeild Íslandsbanka les úr nýlegu yfirliti Seðlabankans yfir kortaveltu til og með apríl. Kreditkortavelta í apríl nam tæpum 24 milljörðum króna og jókst um 16% milli mánaða, trúlega að verulegu leyti vegna páskanna sem voru í síðasta mánuði. Verulegur samdráttur var hins vegar milli ára í kreditkortaveltu að raunvirði. Í heild dróst kreditkortavelta að raunvirði saman um 27% á milli ára.
 
„Samanlögð raunbreyting heildarveltu kreditkorta og debitkortaveltu í innlendum verslunum hefur sterka fylgni við þróun einkaneyslu. Ef marka má þennan kvarða hefur mikill samdráttur orðið í einkaneyslu landsmanna það sem af er þessu ári frá sama tíma í fyrra. Í apríl nam samdráttur ofangreindrar kortaveltu til að mynda tæplega 21% frá sama mánuði í fyrra. Það er heldur minni samdráttur á milli ára en á fyrstu mánuðum ársins og kann skýring þess að vera páskarnir, sem voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Við eigum þó von á að samdráttur kortaveltu verði áfram á svipuðum nótum og var á fyrsta fjórðungi, en þá dróst kortavelta að raungildi saman um fjórðung frá sama tíma í fyrra,“ segir í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka