Kvenleg gildi til bjargar

Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital
Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital

Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur fjármálafyrirtækisins Auður Capital, eru sannfærðar um að aukin aðkoma kvenna að fjármálageiranum geti aðeins verið til góðs og aukið heilbrigði hans. Kemur þetta fram í ítarlegu viðtali við þær á fréttavef BBC.

Segja þær að ekki eigi þó að pakka stjórnir fyrirtækja með konum einum saman, heldur þurfi að vera jafnvægi á milli kynjanna í stjórnum. Heimur þar sem konur færu með öll völd yrði jafn óstöðugur og heimur undir stjórn karla. Segir Halla að heilbrigðari ákvarðanataka þurfi bæði á körlum og konum að halda.

Spyrja spurninga

Benda þær á að Auður Capital hafi verið eitt örfárra fjárfestingarfyrirtækja sem hafi staðið hjálparlaust í lappirnar eftir holskefluna, sem reið yfir íslenskt fjármálalíf síðasta haust og  kreppuna sem kom í kjölfarið. Vilja þær þakka það kvenlegum gildum, sem þær hafi að leiðarljósi við stjórn fyrirtækisins. Meðal þessara gilda sé áhættumeðvitund, sem taki meira mið af langtímasjónarmiðum. 

„Konur hugsa almennt lengra fram í tímann, hugsa um heildina, en ekki aðeins um sjálfar sig. Þær hugsa meira um fólk og taka eftir öðrum fjárfestingartækifærum en karlar,“ segir Halla í viðtalinu.  Þá segir hún einnig að konur séu frekar tilbúnar að spyrja heimskulegra spurninga en karlar. Þær vilji skilja það sem málið snýst um og taki ekki áhættu án þess að skilja hana. „Þess vegna spyrjum við spurninga eins og 'Hvað eru undirmálslán og hver kemu til með að greiða þau til baka?'“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK