Landsbanki ekki lengur á lista

Greiðsluþrot Icesave-reikninganna urðu til þess að Landsbankinn var settur á …
Greiðsluþrot Icesave-reikninganna urðu til þess að Landsbankinn var settur á listann. Retuers

Landsbanki Íslands hefur verið fjarlægður af lista breska fjármálaráðuneytisins yfir samtök, stofnanir og ríki sem eru beitt fjármálalegum refsiaðgerðum að hálfu breskra stjórnvalda.

Nafn bankans var reyndar fjarlægt af hinum eiginlega lista í lok október, en þar hafði hann verði ásamt al-Qaeda, talibönum, Írak, Íran og Norður-Kóreu svo fáeinir séu nefndir, og fært á „sérstakan lista." Bankinn tilheyrði hins vegar enn hópnum þangað til í dag þótt að nafn hans væri ekki á hryðjuverkalistanum.

Breska fjármálaráðuneytið staðfestir þetta með afturköllunarbréfi sem er birt á heimasíðu þess. Þar kemur fram að frysting eigna Landsbankans muni ekki eiga lengur við frá og með mánudeginum 15. júní 2009 og að listi yfir ríki, stofnanir og samtök sem beitt eru efnahagslegum refsiaðgerðum, og er birtur á heimasíðu ráðuneytisins, verði uppfærður til að endurspegla þessa afturköllun aðgerða gegn Landsbankanum.

Bresk stjórnvöld beittu lögum um varnir gegn hryðjuverkum gegn Landsbankanum þegar þau ákváðu að frysta eignir bankans Í Bretlandi vegna greiðsluþrots Icesave reikninganna í október. Um er að ræða lög um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggismál, sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Beiting laganna með þessum hætti átti sér enga hliðstæðu. Samhliða frystingu eignanna var Landsbankinn settur á lista yfir þau ríki, samtök eða stofnanir sem Bretar beittu efnahagslegum refsiaðgerðum í krafti hryðjuverkalaganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK