Stanford og sex aðrir ákærðir

Bandaríski milljarðamæringurinn Allen Stanford var í dag ákærður formlega fyrir stórfelld fjarsvik, peningaþvætti og önnur lagabrot. Sex aðrir voru ákærðir í málinu en mennirnir eru grunaðir um að hafa svikið 7 milljarða dala út úr viðskiptavinum fjárfestingarbanka sem Stanford stofnaði. 

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir, að samkvæmt ákærunni sé Stanford og nokkrir hinna taldir hafa svikið fé út úr þeim, sem keyptu verðbréf af Stanford International Bank, sem skráður er á Antigua. 

Meðal þeirra, sem einnig eru ákærðir, eru Laura Pendergest-Holt, framkvæmdastjóri bankans, og Leroy King, fyrrverandi formaður fjármálaeftirlits Antiqua. Samkvæmt ákærunni stóðu fjársvikin yfir frá árinu 1999 og allt fram til febrúar á þessu ári. 

Stanford, sem er 59 ára, varð árið 2006 fyrstur Bandaríkjamanna til að verða aðlaður á Antiqua og Barbuda. Hann rak fjármálastarfsemi í mörgum löndum og talið er að um 50 þúsund viðskiptavinir í 140 löndum hafi samtals átt þar inni um 50 milljarða dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK