Krefjast 150 ára fangelsis

Bernard Madoff fluttur í dómhús í New York.
Bernard Madoff fluttur í dómhús í New York. Reuters

Bandarísk stjórnvöld krefjast þess, að kaupsýslumaðurinn Bernard Madoff verði dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik en talið er að Madoff hafi svikið tugi milljarða dala út úr viðskiptavinum sínum. Dómur verður kveðinn upp á mánudag.

Dómstóll í New York hefur úrskurðað að eignir sem nema 170 milljörðum dala, jafnvirði nærri 22 þúsund milljarða króna, skuli gerðar upptækar en það er sú upphæð sem talin er hafa runnið gegnum fjárfestingarfélag Madoffs.

Þá samþykkti Ruth, eiginkona Madoffs, að láta af hendi um 80 milljóna dala eigna en heldur eftir um 2,5 milljónum dala í reiðufé. 

Í minnisblaði  Lev Dassins, saksóknara, kemur fram að ríkissaksóknaraembættið telur hæfilega refsingu Madoffs vera 150 ára fangelsi eða dómur sem tryggi, að Madoff, sem er 71 árs, sitji í fangelsi það sem eftir er ævinnar.

Madoff, sem á sínum tíma var stjórnarformaður Nasdaq verðbréfamarkaðarins, blekkti fjárfesta til að afhenda honum milljarða dala til ávöxtunar. Hann notaði hins vegar féð til að greiða öðrum fjárfestum  „vexti". Talið er að fjársvikin nemi 61 milljarði dala.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK