Obama: Aðgerðir skila sér

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, segir að nýjar tölur um efnahagsástandið í landinu sýni að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að skila árangri. Í gær voru birtar tölur um landsframleiðsluna í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og sýna þær að samdrátturinn er 1%.

Er þetta minni samdráttur en spáð hafði verið en samt sem áður hefur samdrátturinn nú varað lengur heldur en nokkru sinni áður frá því mælingar hófust árið 1947. Segja sérfræðingar að mögulegt sé að það versta sé að baki í bandarísku efnahagslífi.

Obama segir að tölurnar sýni að hagkerfið sé á leið í rétta átt en á sama tíma voru birtar endurskoðaðar tölur fyrir fyrsta ársfjórðung sem sýna að samdrátturinn var 6,4%, sem er mun meiri samdráttur heldur en bráðabirgðaútreikningur hafði gefið til kynna. En samkvæmt honum var samdrátturinn 5,5%. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK