Grunur um skattsvik þekktra kaupahéðna

mbl.is/ÞÖK

Magnús Ármann, oft kenndur við eignarhaldsfélagið Imon ehf., er aðeins einn fjölmargra þjóðþekktra kaupsýslumanna sem grunaðir eru um skattalagabrot vegna greiðslukortanotkunar á erlend greiðslukort, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Nöfn þeirra hafa ekki fengist upp gefin, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að velta á kort Magnúsar hefði verið á fjórða tug milljóna króna á eins árs tímabili.

Ríkisskattstjóri (RSK) fékk heimild síðasta haust til að nálgast upplýsingar um hreyfingar á kortunum svo fremi sem heildarúttekt hvers korts á hverju kortatímabili næmi að minnsta kosti fimm milljónum króna. Valitor, sem er útgáfu- og þjónustuaðili VISA á Íslandi, lagðist gegn því að RSK fengi upplýsingar um notkun kortanna. Fór ágreiningurinn fyrir dómstóla og var það á endanum niðurstaða Hæstaréttar að heimila embætti RSK að skoða notkunina. Það var bráðabirgðaniðurstaða embættisins að korthafar hefðu komið sér undan skattgreiðslum í ákveðnum tilfellum. Voru mál þrjátíu aðila send skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattalagabrot.

„Þetta snýst um það að menn hafa haft tekjur með einum eða öðrum hætti sem ekki hefur verið gerð grein fyrir í skattframtali,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Að sögn Bryndísar veltur það á eðli brotanna og alvarleika þeirra hvernig þau verða afgreidd. Ef um minniháttar brot er að ræða sé máli venjulega lokið með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra eða yfirskattanefnd. Alvarlegri mál, sem varði mjög háar upphæðir, séu send til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sem taki síðan ákvörðun um hvort tilefni sé til útgáfu ákæru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK