Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir við Reutersfréttastofuna að hagvöxtur muni væntanlega hefjast að nýju á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þá gæti lækkandi verðbólga og áhættufælni í fjárfestingum hugsanlega gert Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti frekar. 

Már er staddur í Basel í Sviss á fundi seðlabankastjóra hjá Alþjóðagreiðslumiðlunarbankanum.  Þegar Reuters spurði hann hvenær Ísland myndi komast út úr núverandi samdráttarskeiði sagði hann: „Ég býst við að það gerist  á fyrri hluta ársins 2010 ef allt gengur vel. Við þurfum að taka mið af því, að þótt nýjar tölur um landsframleiðslu sýni samdrátt þá er hann nokkuð minni en reiknað var með."

Nýjar spár um landsframleiðslu munu birtist í október og nóvember. „Það er tvennt í stöðunni: að samdráttarskeiðið grynnki - það ríkir nokkuð meiri bjartsýni um þessar mundir - eða það komi ný dýfa," hefur Reuters eftir Má.

Hann segir, að Seðlabankinn sé reiðubúinn til að hækka stýrivexti gerist þess þörf þótt meiri líkur séu á að vextirnir lækki.  „Ef þörf krefur munum við hækka vexti en það er ekki útlit fyrir slíkt. Við munum reyna að nota svigrúmið, sem kann að skapast á næstu mánuðum vegna meiri stöðugleika gengis krónunnar, minnkandi verðbólgu og minnkandi áhættusækni til að lækka stýrivexti."

Már segir, að vonir standi til að yfirferð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir íslensku efnahagsáætlunina ljúki í september eða október. „Þegar búið verður að ganga endanlega frá þeirri áætlun sér umheimurinn að við erum á réttri leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK