Ströng lög gegn ólöglegu niðurhali

Ólöglegt niðurhal tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja í Frakklandi, getur nú …
Ólöglegt niðurhal tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja í Frakklandi, getur nú valdið missi nettengingar. Reuters

Franska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem hefur vakið athygli um allan heim en í því eru ákvæði sem heimila að aðilar sem hlaða ólöglega niður efni af netinu verði útilokaðir frá aðgangi að internetinu.

Franska frumvarpið er eitt það strangasta sem komið hefur fram í baráttunni við ólöglegt niðurhal tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja. Því hefur verið mótmælt af samtökum neytenda en það nýtur stuðnings meðal framleiðenda tónlistar og kvikmynda.

Forsetahjónin Nicolas Sarkozy og Carla Bruni sem er líka þekkt sem sem söngkona voru forvígismenn þess að fá samþykkt lög gegn ólöglegu niðurhali í maí eftir heitar umræður í franska þinginu. Þau voru hins vegar stoppuð af í júní af framkvæmdavaldi dómsmála.

Franska stjórnarskrárnefndin hafði andmælt lykilákvæði í frumvarpinu, sem heimilaði nýrri ríkisstofnun, að loka í allt að ár, fyrir vefaðgang hjá þeim er hlaða ólöglega niður tónlist eða kvikmyndum. Með nýja frumvarpinu sem var samþykkt er ákvörðun um að loka fyrir vefaðgang, færð frá stofnuninni til dómstóla. Andmælendur frumvarpsins höfðu bent á að annars hefði andmælaréttur verið tekinn af grunuðum og bentu á að með nýjustu tækni á vefnum gætu þeir komist hjá því að verða uppgötvaðir við hugverkastuld.

Nú er það á valdi dómara að loka fyrir aðgengi að netinu eða, eins var áður hægt samkvæmt núverandi lögum sem eru sjaldan sögð notuð, að leggja á sekt upp á 300.000 evrur sem eru tæpar 55 milljónir króna eða sitja í tvö ár í fangelsi.

Þá mega þeir sem verða fundir sekir um „gáleysi“ með því að leyfa þriðja aðila að hlaða ólöglega niður efni í gegnum nettengingu sína eiga von á sekt upp á um 1.500 evrur, rúmar 275.00 evrur og missi nettengingar í mánuð.

Frakkar litu til sambærilegra laga sem hafa verið lögfest í Svíþjóð og hafa skilað sér í mikilli lækkun á ólöglegu niðurhali, en þar spá gagnrýnendur því að áhrifa af lögunum gæti stutt og benda á að þau sér stórvægileg skerðing á persónufrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK