Þeir ríku ekki eins ríkir og áður

Bill Gates er ríkasti Bandaríkjamaðurinn.
Bill Gates er ríkasti Bandaríkjamaðurinn. Reuters

Ríkustu Bandaríkjamennirnir eru ekki alveg eins ríkir og þeir voru í fyrra ef marka má nýjan lista tímaritsins Forbes. Samkvæmt honum hafa eignir 400 ríkustu Bandaríkjamannanna minnkað um 300 milljarða dala á síðasta ári, úr 1,57 billjónum dala í 1,27 billjónir.

Verðhrun á hlutabréfamarkaði, lækkandi fasteignaverð, skilnaðir og fjársvik leiddu til þess að 314 á listanum töpuðu eignum og 32 duttu alveg af listanum yfir þá 400 ríkustu.  

Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft er ríkasti Bandaríkjamaðurinn 16. árið í röð. Eignir hans eru metnar á 50 milljarða dala en hafa minnkað um 7 milljarða frá því í fyrra.

Kaupsýslumaðurinn Warren Buffett er sá næstríkasti. Eignir hans eru metnar á 40 milljarða en þær hafa minnkað um 10 milljarða frá því í fyrra, m.a. vegna þess að gengi hlutabréfa fjárfestingarfélags hans, Berkshire Hathaway, hefur lækkað um 20%.  

Í næstu sætum eru Larry Ellison, stofnandi Oracle, (27 milljarðar dala), Wal-Mart erfingjarnir  Christy Walton (21,5 milljarðar) Jim C. Walton (19,6 milljarðar), Alice Walton (19,3 milljarðar), og S. Robson Walton (19 milljarðar), Michael Bloomberg, borgarstjóri New York og eigandi Bloomberg fjölmiðlafyrirtækisins (17,5 milljarðar) og bræðurnir Charles og David Koch (16 milljarðar hvor). 

Umfjöllun Forbes

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK