Vilja hætta nota dollar í olíuviðskiptum

Hugmyndir um að hætta notkun dollars í olíuviðskiptum hafa leitt …
Hugmyndir um að hætta notkun dollars í olíuviðskiptum hafa leitt til lækkunar hans.

Bandaríkjadollar hefur fallið í verði í framhaldi af fréttum þess efnis, að olíuríki við Persaflóa eigi í leynilegum viðræðum um að hætta nota dollar sem gjaldmiðil í olíuviðskiptum.

Að sögn breska blaðsins Independent hafa fulltrúar Sadui-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna einnig átt viðrðæður um málið við Rússa, Kínverja, Japani og Frakka.

Tillögur olíuríkjanna ganga út á að dregið verði úr notkun dollars sem gjaldmiðils í olíuviðskiptum á næstu níu árum og henni hætt að fullu við lok þess tímabils.

Í stað dollars vilja olíuríkin við Persaflóa taka upp sérstaka myntkörfu sem samanstandi af japanska jeninu, kínverska júan, evrunni og nýrri sameiginlegri mynt aðildarríkja samstarfssambands Persaflóaríka.  
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK