Vill ekki erlendir bankar stofni útibú í Bretlandi

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. Reuters

Breska fjármálaeftirlitið hefur reynt að koma í veg fyrir að allt að 10 evrópskir bankar stofni útibú í Lundúnum. Er ástæðan sú, að bankarnir hafa ekki verið taldir nógu stöðugir. Þetta segir breska blaðið Daily Telegraph að sé afleiðingin af þeirri reynslu, sem varð af íslensku bönkunum.

Reglur Evrópusambandsins leyfa breska fjármálaeftirlitinu ekki að koma í veg fyrir að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu opni útibú á Bretlandseyjum og stofnunin er því í erfiðri aðstöðu en hefur hins vegar fundið leiðir framhjá þessum reglum. 

Telegraph segir, að vitað sé að fjármálaeftirlitið hafi komið í veg fyrir að lettneskur  banki opnaði útibú í Lundúnum. Efnahagur Lettlands sé afar veikburða og landið hafi neyðst til að þiggja efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Svíþjóð.

Blaðið segir, að bresk stjórnvöld hafi miklar efasemdir um reglur Evrópusambandsins. Þannig hafi Turner lávarður, stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins, hvatt til þess að reglur um starfsemi banka yfir landamæri, verði hertar og fjármálaeftirlit gestaríkisins fái aukið svigrúm til að hafa eftirlit með útibúunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK