Ákærðir fyrir stórfelld innherjasvik

Raj Rajaratnam fylgt í réttarsalinn í dag.
Raj Rajaratnam fylgt í réttarsalinn í dag. Reuters

Bandarísk stjórnvöld ákærðu í dag stjórnanda vogunarsjóðs og fimm aðra fyrir innherjasvik í tengslum við hlutabréfaviðskipti. Eru mennirnir grunaðir um að hafa hagnast um 20 milljónir dala með því að nýta sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf Google, Hilton Hotels Corp. og fleiri fyrirtækja.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið lagði í dag fram ákæru á hendur Raj Rajaratnam, forstjóra Galleon Management vogunarsjóðsins. Rajaratnam er í 559. sæti á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk heims en eignir hans eru metnar á 1,3 milljarða dala.

Danielle Chiesi og Mark Kurkland, sem störfuðu hjá New Castle vogunarsjóði bankans Bear Stearns, Rajiv Goel starfsmaður Intel Capital, Anil Kumar starfsmaður  McKinsey & Co og  Robert Moffat, aðstoðarforstjóri IBM, sættu einnig ákæru.

Að sögn bandarískra stjórnvalda er þetta í fyrsta skipti, sem símhlerunum að undangengnum dómsúrskurðum hefur verið beitt til að afla upplýsinga um innherjasvik á Wall Street.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK