Verstu bankamenn heims

Stjórnendur föllnu íslensku bankanna hljóta að vera verstu bankamenn í heimi. Þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, við breska blaðið Sunday Times.

„Þeim tókst að taka bankakerfi og láta það fyrst vaxa tífallt og síðan hrynja - á sex árum. Þetta er ótrúlegt afrek á sinn hátt. Aðrir bankamenn um allan heim sæta gagnrýni en ég held að enginn komist nálægt þessum mönnum," hefur blaðið eftir Gylfa. 

Þá hefur Sunday Times eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að Íslendingar velti því mikið fyrir sér hvers vegna enginn hafi enn verið ákærður vegna mála tengdu bankahruninu. Hins vegar séu nokkrir úr röðum bankamannanna grunaðir um glæpsamlegt athæfi.

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings, segir við blaðið, að margir haldi að sérstakur saksóknari sé að rannsaka hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda bankahrunsins. Flest þau mál, sem hann þekki til, virðist þó frekar fjalla um hvort lög hafi verið brotin þegar reynt var að koma í veg fyrir að íslenska bankakerfið hrundi. Ekkert þeirra mála snúist um hina raunverulegu ástæður hrunsins.

Grein Sunday Times

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK