Fréttaskýring: „Skrípaleikur“ að leggja á slíka byrði

mbl.is

Fáránlegt er að ímynda sér að Ísland, eða eitthvert annað land, geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngildi 300-400 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF), að mati hagfræðiprófessorsins James K. Galbraith.

Í bréfi til Gunnars Tómassonar hagfræðings segir Galbraith að væru skuldir þjóðarbúsins 400 prósent af VLF og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyslu að vera 12 prósent af VLF til þess eins að standa undir vaxtagreiðslum. Meira þyrfti til áður en gengið yrði á höfuðstólinn.

Nálgumst greiðsluþrot

Segir Galbraith að reyni stjórnvöld að axla slíka skuldabyrði muni vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott. Það sé því augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Hvað varðar eftirmál bankahrunsins segir Galbraith að Ísland beri siðferðilega skyldu gagnvart alþjóðasamfélaginu til að sækja hugsanlega svikahrappa til saka eftir því sem landslög leyfa.

Hitt sé fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Gunnar hefur sjálfur vakið máls á skuldastöðu þjóðarbúsins í fjölmiðlum og sagt að Ísland sé mjög nálægt því að stefna í greiðsluþrot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK