Undirbýr mál gegn Íslandi

DekaBank hefur ákveðið að undirbúa málssókn gegn íslenska ríkinu vegna …
DekaBank hefur ákveðið að undirbúa málssókn gegn íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna. mbl.is

Þýski bankinn DekaBank er að undirbúa málsókn gegn íslenska ríkinu í þeim tilgangi að fá neyðarlögunum frá því í október á síðasta ári hnekkt. Neyðarlögin tryggðu forgang þeirra sem áttu innistæður í íslensku bönkunum fram yfir erlenda lánadrottna.

Lögfræðingur, sem er að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans, sagði í samtali við Reuters að það væri „skelfileg tilhugsun“ að fara í mál við ríki þar sem það gæti opnað flóð nýrra krafna á Ísland sem væru miklu hærri en þeir 5 milljarðar punda sem landið skuldaði Bretum og Hollendingum.

DekaBank er einn stærsti bankinn í Þýskalandi. Lögfræðingur bankans segir að hann sé ekki tilbúinn til þess að gefa upp von um að endurheimta eitthvað af því tapi sem hann varð fyrir vegna viðskipta við íslenska banka. Talsmaður DekaBank, Markus Rosenberg, staðfesti að bankinn væri að undirbúa dómsmál gegn íslenska ríkinu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK