Einokun í skjóli samruna

Samkeppniseftirlitið gagnrýnir samruna KS og Mjólku harðlega
Samkeppniseftirlitið gagnrýnir samruna KS og Mjólku harðlega Reuters

Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins á samruna félaganna.

Krefjast tafalausra aðgerða landbúnaðarráðherra

Í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva. Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði, að því er segir á vef Samkeppniseftirlitsins.

Óviðunandi vinnubrögð landbúnaðarráðuneytisins

Í áliti Samkeppniseftirlitsins eru ennfremur gerðar alvarlegar athugasemdir við verklag landbúnaðarráðuneytisins við undirbúning lagafrumvarpa, en dæmi eru um að lagafrumvörp sem jafnvel var ætlað að útiloka tiltekna samkeppni frá markaðnum, hafi verið samin í samráði við einn keppinaut án aðkomu þess aðila sem breytingarnar hefðu skaðað. Rakið er nýlegt dæmi um þetta. Að mati
Samkeppniseftirlitsins eru slík vinnubrögð óviðunandi út frá markmiðum samkeppnislaga.

Fréttatilkynning Samkeppniseftirlitsins í heild

Álit vegna samruna dótturfélags Mjólku, Vogabæjar, og KS

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK