LSR lækkar vexti

Stjórn LSR hefur lækkað vexti á lánum með föstum vöxtum.
Stjórn LSR hefur lækkað vexti á lánum með föstum vöxtum.

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt að lækka fasta vexti LSR lána úr 5,20% í 5,05%. Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum.

Aðrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru með heldur hærri vexti á sínum lánum. Þannig eru lán Lífeyrisjóðs verzlunarmanna  með 5,4% vöxtum og lán Gildis - lífeyrissjóðs með 5,2% vöxtum. Lán sem sjóðirnir bjóða með breytilegum vöxtum eru almennt með lægri vöxtum. Þessi lán eru t.d. núna með 4,4% vöxtum hjá Gildi og 4,66% vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs eru núna 5,05%, en þau lán eru ekki með uppgreiðslugjaldi. Lán lífeyrissjóðanna gera almennt ekki ráð fyrir uppgreiðslugjaldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK