BAA hafði betur fyrir áfrýjunardómstóli

Reuters

BAA, eigandi sjö breskra flugvalla, hafði betur fyrir áfrýjunardómstóli í dag en bresk samkeppnisyfirvöld höfðu úrskurðað að BAA bæri að selja þrjá af sjö flugvöllum sínum. Taldi áfrýjunardómstólinn að ákveðinnar hlutlægni gætti hjá samkeppnisyfirvöldum varðandi ákvörðunina gagnvart BAA.

BAA hefur þegar selt einn flugvallanna, Gatwick í nágrenni Lundúna og því hefur ákvörðun áfrýjunardómstóls ekki áhrif á þá sölu. BAA fær samkvæmt niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að leggja fram frekari gögn í málinu og eins samkeppnisyfirvöld nema deilendur komist að samkomulagi í málinu.

Í mars settu samkeppnisyfirvöld það skilyrði að BAA yrði einnig að selja Stansted flugvöll og annað hvort flugvöllinn í Edinborg eða Glasgow innan tveggja ára.

BAA taldi frestinn sem þeir fengu of stuttan að teknu tilliti til efnahagsástandið en því var hafnað af áfrýjunardómstólnum í dag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK