Gengið ekki lengur áhrifavaldur heldur skattahækkanir

mbl.is

Greining Íslandsbanka telur að að áhrif gengisveikingar krónu séu nú farin að hjaðna á verðlag á Íslandi og munu þau dvína áfram jafnt og þétt að því gefnu að krónan veikist ekki frekar. Hins vegar mun hækkun óbeinna skatta leiða til talsverðar hækkunar á vísitölu neysluverðs eftir áramót og og þar með 12 mánaða verðbólgu, á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólgan nái hámarki í 9,5% í mars næstkomandi en taki síðan að hjaðna að nýju.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni að það veki athygli að matvara lækkar um 0,3% á milli mánaða (-0,05% áhrif á VNV) en undanfarna mánuði hefur þessi liður hækkað jafnt og þétt.

„Þannig nam hækkun á matvöruliðnum ríflega 4,3% frá júlímánuði til nóvember, en þar inn í er raunar hækkun vörugjalda á ýmsa undirflokka sem kom til framkvæmda á 3. fjórðungi ársins. Þá lækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 0,1%, fyrst og fremst vegna 0,4% lækkunar á reiknaðri húsaleigu sem endurspeglar verðþróun á fasteignamarkaði auk raunvaxta. Enn fremur hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði aðeins um 0,2%, en í nóvember nam hækkun þessa liðar 2,8%.

Jólafötin koma hins vegar töluvert meira við pyngju heimilanna þetta árið en í fyrra. Verð á fötum og skóm hækkaði um 1,3% á milli mánaða (0,08% í VNV). Að jafnaði kostar það tæplega 19% meira að forða sér og sínum undan klóm jólakattarins þetta árið en raunin var í fyrra. Ferðir og flutningar hækkuðu um 1,9% á milli mánaða (0,24% í VNV), fyrst og fremst vegna 4% hækkunar á verði nýrra bifreiða og 25% hækkunar á flugfargjöldum til útlanda, en báðir þessir liðir hafa verið afar sveiflukenndir undanfarið," að því er segir í Morgunkorni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK