Mikill hagnaður Goldman Sachs

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York. Reuters

Hagnaður af rekstri bandaríska bankans Goldman Sachs Group nam 4,95 milljörðum dala á síðasta fjórðungi ársins 2009 og 13,4 milljarðar dala á árinu öllu, jafnvirði rúmlega 1700 milljarða króna. Hagnaður eftir skatta tæplega 4,8 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og 12,2 milljörðum á árinu öllu. Er þetta mun betri afkoma en sérfræðingar höfðu spáð.

Bankinn upplýsti í afkomutilkynningu, að lagðir hefðu verið 16,2 milljarðar dala til hliðar til að greiða starfsfólki bónusa fyrir síðasta ár. Er talið að þessi tilkynning muni valda talsverðu uppnámi, að sögn New York Times.  

Tekur bankans námu 45,2 milljörðum dala á síðasta ári, þar af 9,6 milljörðum dala á síðasta fjórðungi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK