Exista: 262 milljarða kröfur

Stærsta einstaka krafa Exista nemur 209 milljörðum króna.
Stærsta einstaka krafa Exista nemur 209 milljörðum króna. Kristinn Ingvarsson

Kröfur Exista í þrotabú Kaupþings nema samtals ríflega 262 milljörðum króna. Stærsta einstaka krafan nemur 209 milljörðum

Exista var stærsti hluthafi Kaupþings við fall bankans, en félagið á nú í viðræðum um nauðasamninga við kröfuhafa sína. Þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir Kaupþing var allt hlutafé bankans fært niður og Exista lenti þar af leiðandi í talsverðum vandræðum. Samkvæmt lánabák Kaupþings sem lak út fyrir nokkrum mánuðum námu lánveitingar Kaupþings til Exista stuttu fyrir fall bankans 791 milljón evra, eða sem nemur ríflega 143 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Kjalar, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar sem var einnig stór hluthafi í Kaupþingi, gerir tvær kröfur upp á samtals 146 milljarða króna í þrotabúið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK