Íhuga að selja eignir KSF

Reuters

Skiptaráðendur í þrotabúi Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi íhuga að selja það sem eftir er af eigum bankans.

„Það er markmið skiptaráðenda að fá sem mest fyrir atvinnurekstur og eigur KSF í þágu kröfuhafa, og því eru margir kostir reglulega skoðaðir, sem standa þeim til boða hverju sinni,“ segir í yfirlýsingu frá skiptaráðandanum Ernst & Young, sem var send í dag.

Hún var send í kjölfar fréttar, sem birtist í Sunday Times í dag, þar sem kom fram að Ernst & Young hefði boðið þrjár lánabækur KSF til sölu, sem eru metnar á tvær milljónir punda (um 431 milljónir kr.).

Fram kemur í Sunday Times að bankinn hafi samtals lána um 1,2 milljarða punda til einstaklinga. Um 300 milljónir punda hafi m.a. farið í kaup á snekkjum og flugvélum, og um þriðjungur hafi farið til fasteignakaupa í Bretlandi. 

Flest lánanna hafi verið veitt með litlum eða engum veðum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK