Olíuverð hækkar

Olíuverð hækkaði í dag.
Olíuverð hækkaði í dag. Reuters

Olíuverð rauk upp í dag og bætist sú hækkun ofan á verðhækkun undanfarinna daga. Svo virðist sem kaupendur séu bjartsýnni en áður á vöxt efnahagslífsins og spurn eftir orku.

Verð á óhreinsaðri olíu til afhendingar í mars hækkaði í New York í dag um 2,8 dollara og endaði verð hverrar tunnu í 77,23 dollurum.  Viðmiðunarverðið hækkaði um 1,54 dollara á tunnu í gær en það hafði þá fallið um tíu dollara frá því um miðjan janúar.

Verð á Norðursjávarolíu á markaði í London hækkaði um 2,95 dollara og endaði í 76,06 dollurum hver tunna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK