Hefur fulla trú á að ESB nái að bjarga Grikklandi

Það blæs ekki byrlega fyrir grískum hlutabréfamarkaði þessa dagana
Það blæs ekki byrlega fyrir grískum hlutabréfamarkaði þessa dagana Reuters

Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur fulla trú á því að Evrópusambandinu takist að ráða við þá miklu fjármálakreppu sem ríkir í Grikklandi, en fjármálamarkaðir hafa skolfið að undanförnu vegna bágrar stöðu gríska ríkisins.

Að sögn talsmanns Hvíta hússins, Robert Gibbs, hefur fjármálaráðherra Bandaríkjanna,Timothy Geithner, auk aðstoðarmanna farið yfir stöðuna með Obama. Geithner fullvissaði forsetann um að ESB væri fullfært um að taka á málinu.

Fylgdi yfirlýsing forsetaembættisins í kjölfar þess að ESB krafðist þess af grískum stjórnvöldum að þau myndu grípa til enn harðari aðgerða en áður var áætlað til að vinna bug á gríðarlegum skuldum ríkissjóðs. Sendinefnd á vegum ESB mun fara til Aþenu og fylgjast með því að grísk stjórnvöld fari eftir því sem þeim hefur verið gert að gera.

Evran hækkaði hressilega gagnvart Bandaríkjadal eftir ákvörðun ESB og stóð í 1,3744 dölum síðdegis eftir að hafa farið niður í 1,3598 dali á mánudagskvöldið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK