Möguleg skattalagabrot bankanna rannsökuð

Sérstakur starfshópur á vegumembættis skattrannsóknarstjóra, sem hefur unnið við að greina möguleg skattalagabrot gömlu viðskiptabankanna þriggja, eigenda þeirra, starfsmanna og viðskiptavina, mun skila af sér skýrslu 15. apríl næstkomandi.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur hópurinn komist að upplýsingum um nokkur mjög stór mál þar sem skil á sköttum hafa ekki verið í samræmi við gildandi lög.

Hópurinn, sem hefur starfað frá því í október í fyrra, er skipaður átta sérfræðingum embættis skattrannsóknarstjóra. Þeir starfa eingöngu að rannsókninni á háttsemi bankanna.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að starfshópurinn hafi kallað eftir, og fengið, mjög mikið af gögnum um starfsemi Kaupþings, Landsbankans og Glitnis fyrir bankahrun. Verið er að rannsaka bankana sjálfa, starfsmenn þeirra, eigendur og viðskiptavini allt að þrjú ár aftur í tímann. Grunur leikur á um að bankarnir hafi ekki skilað þeim sköttum sem þeim bar að skila, hvort sem það var vegna starfsemi þeirra sjálfra eða vegna staðgreiðslu skatta vegna gerninga sem þeir framkvæmdu fyrir viðskiptavini sína. Meðal annars er verið að kanna hvort rétt hafi verið staðið að skattgreiðslum vegna framvirkra samninga og annarra afleiðusamninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK