Vilja selja bankann

Kröfuhafar Íslandsbanka hafa lítinn áhuga á því að eiga Íslandsbanka til lengdar. Reikna má með því að skilanefnd Glitnis, sem á 95% í bankanum í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding, freisti þess að selja bankann á næstu 3-5 árum.

Þetta kom fram á fundi skilanefndar bankans í dag.

Skilanefndin segjast munu selja bankann í samráði við íslensk stjórnvöld, sem eiga 5% í bankanum. Samkvæmt því sem kom fram á fundinum í dag voru deildar meiningar meðal kröfuhafa Glitnis um hvort skilanefndin ætti að taka yfir bankann. Rekstur hans hefur hins vegar skilað hagnaði á þessu ári, en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam hagnaður um átta milljörðum króna. 

Skilanefnd bankans færir verðmæti bankans til bókar upp á 100 milljarða króna, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í janúar síðastliðnum. Bókfært eigið fé hans er um 76 milljarðar króna. Verðið er því hátt sé litið til bókfærðs eiginfjár. En samkvæmt því sem kom fram á fundinum í dag er verðmætið sambærilegt bönkum á Norðurlöndum, sé litið til verðsins í hlutfalli við hagnað bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK