Hlutafjáraukningu í 365 miðlum lokið

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Fréttablaðið hefur í dag eftir Ingibjörgu Pálmadóttur, stjórnarformanni 365 miðla, sem meðal annars gefur blaðið út, að eins milljarðs hlutafjáraukningu í félaginu er lokið. Fer Ingibjörg með 90,2% af atvkæðisbæru hlutafé en hún og Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, eiga hlutaféð saman.

Fram kemur í frétt blaðsins að hlutafé 365 miðla nemi nú um þremur milljörðum, um 2,4 milljörðum í A-hluta og um 600 milljónum í B-hluta. Fyrir utan 90,2% hluts Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í A-hluta  á Ari Edwald forstjóri 365 miðla 5,9% hlut og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri, 3,8%.

Ingibjörg segist ekki vilja upplýsa hverjir séu eigendur að  B-bréfum 365 en segir að það séu  þöglir hluthafar sem fari ekki með atkvæði í félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK