Tók stöðu gegn viðskiptavinum sínum

Höfuðstöðvar Goldman Sachs, 85 Broad Street í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs, 85 Broad Street í New York. Reuters

Bandarískur öldungardeilarþingmaður hefur birt tölvupósta sem benda eindregið til að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafi grætt mikið á því að taka stöðu gegn eignum viðskiptavina sinna og fjármálaafurðum sem bankinn seldi viðskiptavinunum.

Í einum póstinum segir starfsmaður frá þeim „jákvæðu fréttum“ að vegna falls tveggja skuldabréfaflokka hafi bankinn grætt 5 milljarða dollara með því að taka stöðu gegn fjármálafurðunum, sem bankinn hafði sjálfur búið til og selt viðskiptavinum sínum.

Öldungardeildarþingmaðurinn Carl Levin, sem fer fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins, birti póstana í tengslum við yfirheyrslu yfir núverandi og fyrrverandi stjórnendum bankans sem fer fram á þriðjudag.

Levin segir póstana sýna að öfugt við það sem segir í ársskýrslu bankans fyrir árið 2009, hafi hann grætt verulega á því að veðja á fall húsnæðismarkaðarins. Hegðun bankans hafi aukið áhættu í fjármálakerfinu, og hann hafi með stöðutökum sínum „grætt á kostnað viðskiptavina sinna.“

Golman Sachs má ekki beint við slæmri umfjöllun þessa dagana, en bankinn hefur nú þegar verið ákærður fyrir fjársvik með því að hafa gefið út skuldabréf sem byggðu á húsnæðislánum sem bankinn hafði veðjað á að yrði ekki greitt af.

Forstjóri og stjórnarformaður Goldman Sachs, Lloyd Blankfein
Forstjóri og stjórnarformaður Goldman Sachs, Lloyd Blankfein Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK