Vextir lækka um 0,5 prósentur

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga (svonefndir stýrivextir) lækka í 8,5% og daglánavextir í 10%.

Klukkan 11 verður farið yfir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar auk þess sem annað hefti Peningamála á árinu verður birt.

Á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 17. mars, lækkuðu stýrivextir einnig um 0,5% en stýrivextir hafa farið jafnt og þétt lækkandi undanfarið. 

Er þetta minni vaxtalækkun nú heldur en Greining Íslandsbanka hafði spáð en deildin spáði því að vaxtalækkunin yrði 0,75 prósentur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK