Forstjóri Iceland hrósar Jóni Ásgeiri

Malcolm Walker.
Malcolm Walker. mbl.is/Eyþór Árnason

Malcolm Walker, forstjóri bresku verslunarkeðjunnar Iceland, segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi lagt mikið af mörkum við uppbyggingu fyrirtækisins og séð tækifæri sem aðrir sáu ekki. Jón Ásgeir sagði af sér um helgina sem stjórnarformaður Iceland og Baldvin Valtýsson, yfirmaður Landsbankans í Bretlandi, tók við en Baldvin hefur setið í stjórn Iceland síðustu misseri.

„Jón Ásgeir varð fyrstur til að koma auga á þá möguleika sem fólust í Big Food Group þegar árið 2002 þegar Baugur fjárfesti í fyrirtækinu," er haft eftir Walker á vef Retail Week.  „Þá stýrði hann yfirtöku hóps fjárfesta, aðallega íslenskra, árið 2005. Sagan mun leiða í ljós, að þetta hefur verið einhver best heppnaða yfirtaka á hlutafélagi í breski smásölusögu og Iceland Foods skilaði methagnaði á síðasta ári."

Walker segir, að menn verði alltaf þakklátir Jóni Ásgeiri fyrir störf sín hjá Iceland í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2005. Sjálfur sé Walker og aðrir stjórnendur Iceland þakklátir honum fyrir það traust, sem hann hafi sýnt þeim.

Jón Ásgeir sagði af sér sem stjórnarformaður Iceland og sagði sig einnig úr stjórn House of Fraser vegna þess að breskur dómstóll hefur kyrrsett eigur hans að kröfu slitastjórnar Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK