Halli hins opinbera 24,2 milljarðar króna

Á fyrsta  ársfjórðungi var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009. Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhallinn 6,4% af VLF og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 14,8%. Á sama ársfjórðungi 2009 mældist tekjuafkoma 6,8% af landsframleiðslu og 15,4% af tekjum hins opinbera.

Segir á vef Hagstofu Íslands að heildartekjur hins opinbera, sem námu 163,8 milljörðum króna á 1. ársfjórðungi 2010 samanborið við 154,6 milljarða króna á sama tíma 2009, hækkuðu um ríflega 9% milli ára. Á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um 5,4% milli ársfjórðunganna eða úr 178,5 milljörðum króna 2009 í 188,1 milljarð króna 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK