Verðbólga vex í evrulöndum

Evrur.
Evrur. mbl.is

Ársverðbólga á evrusvæðinu mældist 1,7% í júlí sl. og 2,1% í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Ársverðbólgan á evrusvæðinu hækkaði frá því í júní sl. þegar hún mældist 1,4%. Í sl. júlímánuði einum og sér var verðhjöðnun upp á 0,3%, samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat.

Í Evrópusambandslöndunum var ársverðbólgan í júlí sl. 2,1% og hafði þá hækkað úr 1,9% í júní sl. Fyrir einu ári var verðbólgan 0,2%. 

Í júlí sl. var verðbólgan á ársgrundvelli lægst í Írlandi (-1,2%), Lettlandi (-0,7%) og Slóvakíu (1,0%). Verðbólgan var mest í Rúmeníu (7,1%), Grikklandi (5,5%) og í Ungverjalandi (3,6%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka