Framtakssjóðurinn kaupir Vestia

Frá stofnfundi Framtakssjóðs Íslands.
Frá stofnfundi Framtakssjóðs Íslands. mbl.is/Golli

Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia ehf. af NBI hf. (Landsbankanum). Átta fyrirtæki fylgja Vestia til Framtakssjóðs en hjá þeim vinna um 6000 manns. Framtakssjóðurinn greiðir Landsbankanum  19,5 milljarða króna fyrir Vestia og bankinn mun  jafnframt eignast 30% hlut í sjóðnum.

Fyrirtækin sjö sem eru inni í Vestia eru eftirtalin:

  • Icelandic Group, sem áður hét SH og er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með samtals 30 dótturfélög og starfsemi í 14 löndum.
  • Teymi sem er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og upplýsingatækni og á eftirfarandi félög: Vodafone, Skýrr, EJS og HugAx.
  • Húsasmiðjan sem er blóma- og byggingavöruverslun með 16 verslanir um allt land.
  • Plastprent sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu plastumbúða og plastfilma.

Fram kemur í tilkynningu, að hlutafé Framtakssjóðsins verði væntanlega tvöfaldað úr 30 milljörðum króna í 60 milljarða króna. Samkomulagið sé með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða og hlutverk hans er að taka þátt í og móta endurreisn atvinnulífsins.

Landsbankinn segir, að þessi kaup séu mikilvægt skref meðal annars með tilliti til samkeppnissjónarmiða þar sem eignarhald bankans á stórum fyrirtækjum var tímabundin neyðarráðstöfun vegna erfiðra aðstæðna í íslensku efnahagslífi.

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að  sex mánuðir séu liðnir frá því að sjóðurinn hóf formlega starfsemi og sé hann nú þegar kominn með dreift og sterkt eignasafn. Vonir standi til að á næstu misserum  verði hægt að skrá fleiri af þessum fyrirtækjum á almennan hlutabréfamarkað og þannig gefa almenningi kost á að eignast beint hlut í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK