Hekla boðin til sölu

Bílaumboðið Hekla
Bílaumboðið Hekla mbl.is/ÞÖK

Bifreiðaumboðið Hekla er til sölu, en fyrirtækið er í eigu Arion banka. Gert er ráð fyrir að selja allt hlutaféð í einu lagi en frestur til að skila inn tilboði er til 29. september. Velta bílasviðs Heklu nam um 5,5 milljörðum króna árið 2009 og er markaðshlutdeild um 18,5% af sölu nýrra bíla það sem af er árinu 2010, sem er sambærilegt við markaðshlutdeild síðustu 5 ára að jafnaði.
 
      Söluferlið er opið öllum fagfjárfestum, sem og einstaklingum og lögaðilum er að mati seljanda hafa viðeigandi þekkingu og nægan fjárhagslegan styrk.
 
     Seljandi áskilur sér rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, m.a. vegna samkeppnisreglna og annarra lagalegra hindrana.

Í fréttatilkynningu kemur fram að áhugasömum fjárfestum, er bent á að skila trúnaðaryfirlýsingu til Fyrirtækjaráðgjafar Arion banka sem annast söluferlið. Í kjölfarið verða þátttakendum afhent sölugögn á tímabilinu 21. - 28. september næstkomandi. Tekið verður við óskuldbindandi tilboðum til kl. 16.00 miðvikudaginn 29. september.

Tilboðin verða metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu. Þeir fjárfestar fá síðan aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og fjárhag Heklu áður en óskað verður eftir lokatilboðum og gengið til endanlegra samninga um sölu.


Saga Heklu nær aftur til ársins 1933 og hefur fyrirtækið haft umboð fyrir bílaframleiðendur ásamt ýmsum véla- og raftækjaframleiðendum. Starfsemi Heklu felst nú eingöngu í sölu á nýjum og notuðum bifreiðum ásamt tilheyrandi þjónustu. Fyrirtækið annast þjónustu og sölu á rótgrónum og traustum vörumerkjum á borð við Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi, auk umboðs fyrir vélhjól frá Piaggio.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK