Telja útgáfu Landsvirkjunar jákvæða

Þrátt fyrir hátt álag ofan á ríkistryggð bandarísk skuldabréf hlýtur nýleg skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar að teljast jákvæð tíðindi, bæði gagnvart fyrirtækinu sjálfu og öðrum íslenskum félögum sem hyggjast sækja lánsfé á erlenda markaði þegar fram í sækir, samkvæmt áliti Greiningar Íslandsbanka sem birt er í Morgunkorni.

Landsvirkjun tilkynnti á föstudag um útgáfu fimm ára skuldabréfs að fjárhæð 100 milljónir Bandaríkjadala. Ber bréfið 6,5% fasta vexti og kaupendur eru erlendir fjárfestar.

„Vextir á fimm ára bandarískum ríkisskuldabréfum eru nú rétt innan við 1,5%, og er því vaxtaálag á útgáfu Landsvirkjunar u.þ.b. 500 punktar. Það er vissulega hátt álag, en á móti kemur að grunnvextirnir eru afar lágir miðað við síðustu ár, og því ekki um eins óhagstæða fjármögnun að ræða og ætla mætti af álaginu einu og sér.

Útgáfan bætir talsvert lausafjárstöðu Landsvirkjunar, og segir fyrirtækið í ofangreindri tilkynningu að það hafi nú aðgang að um 450 m. dollara til að mæta skuldbindingum næstu ára. Jafngildir það tæplega 20% af útistandandi skuldum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum samkvæmt hálfsársuppgjöri þess, og segir Landsvirkjun að með hinni nýju útgáfu sé búið að leysa verulegan hluta af endurfjármögnunarþörf fyrirtækisins fyrir árin 2012 og 2013," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK