,,Hefndarþorsti og eftiráspeki"

Þingmenn fylgjast með umræðum um landsdóm.
Þingmenn fylgjast með umræðum um landsdóm. Kristinn Ingvarsson

Hinn þekkti dálkahöfundur Christopher Caldwell fjallar í The Financial Times um þá ákvörðun Alþingis að draga Geir H. Haarde fyrir landsdóm. Hann segir málshöfðunina einkennast af hefndarþorsta og eftiráspeki. Geir sé m.a. sakaður um að hafa reynt að leysa efnahagsleg vandamál bak við luktar dyr og leggja áherslu á að tryggja að ímynd bankanna færi ekki forgörðum. 

 En ímyndin sé einmitt grundvallaratriði ef banki eigi að halda velli og  það hefði verið glapræði ef Geir hefði tjáð opinberlega efasemdir sínar um að bankana og stöðu þeirra í miðri lánsfjárkreppunni. 

,,Vandinn sem hann stóð frammi fyrir er almennur vandi," segir Caldwell. ,,Um mitt ár 2008 var Haarde ekki aðeins að berjast fyrir því að bankarnir færu ekki á hausinn heldur sjálft ríkið.  Starfsemi seðlabanka í ríkjum er almennt séð ólýðræðisleg vegna þess að stundum gerir hún það nauðsynlegt fyrir stjórnrnmálaleiðtoga að haga ekki bara seglum eftir vindi heldur leiða fólk á villigötur." 

Hann segir að smæð samfélagsins hafi ef til vill gert enn brýnna en ella að leyna hlutunum, sérhver barnapía og húsvörður þekki [hlutfallslega] svo marga að hún eða hann geti sennilega staðið fyrir áhlaupi á banka á Íslandi. 

Ef til vill sé hægt að tyfta stjórnmálaleiðtoga með einelti í samfélagi þar sem allir þekki alla án þess að um leið verði skapað hættulegt, stjórnarfarslegt  fordæmi. ,, Ef til vill  er málshöfðunin gegn Haarde fremur þáttur í ættbálkadeilum en pólitík. En það er sennilegra að sú óheppni Íslendinga að líkja eftir ofþenslu bankanna í stærri ríkjum hafi leitt til þessi að þeir líki einnig eftir öfgum þeirra í dómsmálum."    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK