Hugsanleg fjársvik

Frá aðalfundi hjá FL Group.
Frá aðalfundi hjá FL Group. mbl.is/Sverrir

Fjárfesting FL Group í fjórum fasteignaþróunarverkefnum í Bandaríkjunum í maí 2007 er sögð hluti fjársvikamáls stjórnenda bandaríska félagsins Bayrock LLC.

Í tilkynningu FL til kauphallarinnar 22. maí 2007 er meðal annars haft eftir Tevfik Arif, stjórnarformanni Bayrock LLC, að mikil tilhlökkun sé fyrir hendi hjá forsvarsmönnum bandaríska félagsins að starfa með FL.

Sá hinn sami Arif var handtekinn fyrir um tveimur vikum í Tyrklandi og ákærður fyrir aðild að rekstri alþjóðlegra vændis- og mansalshringja. Arif hefur neitað sök í yfirheyrslum vegna málsins.

Fyrrverandi starfsmaður Bayrock segir í stefnu á hendur fyrrverandi stjórnendum sínum að fimmtíu milljóna dollara fjárfesting FL hafi verið ráðstafað að minnsta kosti að helmingi í persónulega þágu stjórnenda bandaríska félagsins. Fimmtíu milljóna dollara greiðsla FL hafi jafnframt verið skráð sem lán, auk þess sem íslenska félagið hafi ekki verið skráður eigandi þeirra verkefna sem fjárfestingin sneri að, en lögmenn stefnanda telja þá staðreynd til marks um að aðkoma FL hafi verið grunsamleg, segir í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK