G20 ná samkomulagi um bankareglur

Fjármálaráðherrrar ræðast við á fundi G20 ríkjanna.
Fjármálaráðherrrar ræðast við á fundi G20 ríkjanna. Reuters

Fjármálaráðherrar svonefnds G20 ríkjahóps náðu í nótt samkomulagi um að herða reglur um starfsemi banka og stórra fjármálastofnana, sem kennt er um að hafa komið fjármálakreppunni í heiminum af stað. 

Suður-kóreskur embættismaður sagði, að samkomulag hefði náðst um endurbætur á alþjóðlegu regluverki um fjármálastofnana. Sagði embættismaðurinn að lítill sem enginn ágreiningur hefði verið á fundinum um reglurnar. Um er meðal annars að ræða tillögur um að hækka lausafjarhlutfall banka.

Fundur ráðherranna stendur yfir í Gyeongju í Suður-Kóreu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK