Ráðin bankastjóri Sparibankans

Að lokinni hlutafjársöfnun verður farið í formlegt umsóknarferli fyrir Sparibankann.
Að lokinni hlutafjársöfnun verður farið í formlegt umsóknarferli fyrir Sparibankann.

Hanna Björk Ragnarsdóttir viðskiptafræðingur verður ráðin bankastjóri Sparibankans samkvæmt heimildum mbl.is. Sparifélagið hf. undirbýr nú stofnun bankans og var auglýst eftir forstjóra í byrjun desember.

Skv. upplýsingum mbl.is er unnið að því að ganga frá ráðningunni, en stefnt er að því að greina formlega frá henni í byrjun næstu viku.

Á vef Spara.is segir að í framhaldinu verði ítarleg útboðslýsing til almennrar hlutafjársöfnunar lögð fyrir Fjármálaeftirlitið. Að fegnu samþykki FME verði farið í hlutafjárútboð þar sem almenningi jafnt sem stofnfjárfestum verði boðið að koma að stofnun bankans.

Safnað verði einum milljarði í hlutafé en lagmarkskröfur til viðskiptabanka séu 5 milljónir evra. Að lokinni hlutafjársöfnun verði farið í formlegt umsóknarferli sem getur tekið allt að 12 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK