Segir Gunnar Andersen höfund kerfisins

Lögreglumenn fylgja Sigurjóni Þ. Árnasyni út úr húsnæði sérstaks saksóknara.
Lögreglumenn fylgja Sigurjóni Þ. Árnasyni út úr húsnæði sérstaks saksóknara. mbl.is/Árni Sæberg

Stærstur hluti brotanna, sem Sigurjón Árnason, er grunaður um að hafa framið, snýr að meintri markaðsmisnotkun á árunum 2003 til 2008, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. „Hluti af þessum brotum á að hafa verið framinn í gegnum kerfi aflandsfélaga sem stofnuð voru utan um kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans. Það vill svo til að höfundur þessa kerfis heitir Gunnar Andersen og situr hann nú í Fjármálaeftirlitinu og kærir bankastjórann fyrrverandi fyrir þetta brot.“

Sigurður segir einnig að forsendur fyrir kröfu um gæsluvarðhald yfir Sigurjóni séu mjög hæpnar. „Sigurjón var kallaður til yfirheyrslu í júní 2009 vegna rannsóknar á þessum meintu brotum og er svo úrskurðaður í gæsluvarðhald núna svo hann geti ekki spillt sönnunargögnum.“ Sigurður segir að líta megi svo á að þarna sé verið að nota gæsluvarðhald sem refsingu áður en dómur er fallinn í málinu, því erfitt sé að fullyrða að verið sé að verja rannsóknarhagsmuni í málinu.

Sérstakur saksóknari vísaði til töluliðar a) í fyrstu málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála þegar hann óskaði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði, en þar segir að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef: „að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni,“

Á vefsíðu Viðskiptablaðsins kemur fram að bæði Sigurjón og Ívar hafi kært úrskurð héraðsdóms, en lögmaður Ívars, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, vildi ekki tjá sig við fréttamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK