978 fyrirtæki gjaldþrota

Árið 2010 urðu alls 978 félög gjaldþrota samanborið við 910 gjaldþrot árið 2009 sem jafngildir tæplega 7,5% aukningu milli ára. Í desembermánuði  einum var 101 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta samanborið við 81 fyrirtæki í desember 2009, sem jafngildir tæplega 25% aukningu milli ára.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar, að eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 

Greining Íslandsbanka sagði í vikunni, að flestir hafi í upphafi síðasta árs vonast til þess að gjaldþrotametið, sem sett var árið 2009, yrði ekki slegið og að birta tæki til í atvinnulífinu. Þær vonir hafi því miður brugðist enda hafi fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja gengið mun hægar fyrir sig en vonast var til, efnahagsbatanum hafi seinkað og lítið verið um fjárfestingar í atvinnulífinu.

Horfur fyrir árið 2010 séu þó bjartari og gert sé ráð fyrir að hagvöxtur taki við af samdrætti á þessu ári. Því megi því reikna með að gjaldþrotum fyrirtækja fari fækkandi að sama skapi.

Nýjum fyrirtækjum fækkar

Skráð voru 144 ný einkahlutafélög í desember samanborið við 264 einkahlutafélög í desember 2009, sem jafngildir tæplega 45,5% fækkun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í fasteignaviðskipti.

Árið 2010 voru skráð 1627 ný eignarhaldsfélög samanborið við 2623 nýskráningar árið 2009 sem jafngildir tæplega 38% fækkun milli ára. Flestar nýskráningar á árinu 2010 voru í bálknum heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Vefur Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK