Hreinar skuldir ekki jafn litlar lengi

mbl.is/Ernir

Seðlabankinn segir, að hreinar skuldir þjóðarbúsins hafi ekki verði minni í áratugi. Þá sé dulinn viðskiptajöfnuður landsins mun hagstæðari en hinar opinberu tökur gefi til kynna, m.a. vegna þess að áfallnir vextir skulda hinna föllnu banka verði aldrei greiddir.

Þetta kemur fram í ritinu Efnahagsmálum, sem birtist á vef Seðlabankans. Segir bankinn, að þar sé rýnt í gegnum moldviðrið sem þyrlaðist upp við fall fjármálakerfisins og valdi því að niðurstöður uppgjörs skulda og eigna samkvæmt opinberum stöðlum gefi villandi mynd af þeirri skuldastöðu sem ráða muni mestu um velferð þjóðarinnar til næstu ára.

Greinarhöfundar, sem eru átta hagfræðingar, segja að áætlað hafi verið að undirliggjandi hrein staða þjóðarbúsins hafi verið neikvæð á bilinu 57-82% af landsframleiðslu í lok árs 2010. Sé eignum og skuldum Actavis haldið til hliðar hafi hrein skuld aðeins verið á bilinu 18-38% af landsframleiðslu í árslok 2010 og minnki nokkuð hratt árin á eftir.

Segir í greininni að óvissubilið endurspeglist einkum af óvissu um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Sé þetta mat nærri lagi hafi skuldastaðan ekki verið jafn hagstæð frá árinu 2005. Fara þurfi mun  lengra aftur í tíma ef eignir og skuldir Actavis eru undanskildar eða til ársins 1987. Umfram allt  hafi efnahagsreikningur þjóðarbúsins í heild minnkað til muna.

Efnahagsmál

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK