Iceland Foods greiðir út arð

Stjórn bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods hyggst greiða hluthöfum fyrirtækisins samtals um 330 milljónir punda í arð (um 62,7 milljarða kr.), að því er segir á vef Liverpool Daily Post. Um tveir þriðju hlutar upphæðarinnar munu renna til Landsbanka Íslands hf.

„Það er alveg rétt að það verður borgaður út arður hjá Iceland, eins og hefur verið í gegnum tíðina,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbanka Íslands hf., í samtali við mbl.is.

„Félaginu hefur gengið ákaflega vel og það er alveg eðlilegt að það sé greiddur út arður. Auðvitað fær bankinn rúmlega tvo þriðju af þeim arði og aðrir hluthafar hitt,“ segir Páll.

Aðspurður segir Páll að bankinn muni ekki tjá sig um upphæðina. Þá liggur ekki fyrir hvort Iceland Foods sé búið að greiða út arðinn.

Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, stofnaði fyrirtækið árið 1970. Í dag starfa um 22.000 manns hjá Iceland Foods í um 770 verslunum. 

Walker, ásamt framkvæmdastjóranum Andy Pritchard og fjármálastjóranum Tarsem Dhaliwal eru stærstu hluthafarnir á móti Landsbanka Íslands hf.

Hagnaðar fyrir skatta hjá Iceland á síðasta ári nam 110 milljónum punda, en heildarsalan nam 2,26 milljörðum punda. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK